Ská mig sem boðberi hreyfingar

Boðberar hreyfingar í­ Hreyfiviku UMFÍ eru stjörnur vikunnar, boðberarnir láta hlutina gerast og bjóða fólk í sitt lið.ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

 • Hvað er Hreyfivika UMFÍ?

  Markmið Hreyfiviku UMFÍ er kynna kosti þess að lifa heilbrigðum lífsstíl og taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. Boðberar hreyfingar um allt landa vinna nú að því að skipuleggja viðburði, kynna það starf sem er í boði, jafnvel nýjar íþróttir og tækifæri sem standa til boða. Allt til þess að allir geti fundið sína uppáhalds hreyfingu.

 • Hvað er að vera boðberi hreyfingar?

  Boðberar hreyfingar skipta öllu máli í Hreyfivikunni. Það eru þeir sem láta hlutina gerast og vinna að því í sjálfboðavinnu. Verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ er boðberum innan handar og aðstoðar við undirbúning vikunnar, gefur ráð og miðlar upplýsingum. Það er BOÐBERINN sem skipuleggur sinn viðburð, stað og stund og skráir hann hér á síðunni. Skipuleggur hvað hann þarf til að halda viðburðinn, kynna hann í sínu samfélagi og loks taka á móti þátttakendum á viðburðinum sjálfum.

 • Hver getur orðið boðberi hreyfingar?

  Þú getur skráð þig sem boðbera hreyfingar. Boðberi hreyfingar er fyrirmynd og hrífur fólk með sér í hreyfingu. Hann er jafnframt sá einstaklingur, það sveitarfélag eða fyrirtæki sem skráir sig á hreyfivika.is og stendur fyrir viðburði. Viðburðir geta verið allskonar, vinaæfingar, frítt í sund, útileikir, gönguferðir, lengt hádegishlé með leikjum, fræðsla eða allt sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar.

 • Hvernig virkar þetta?

  Hreyfivika UMFÍ er verkefni fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að lifa heilbrigðum lífsstíl og fá fólk í sitt lið - hreyfingar liðið. Í Hreyfivikunni munu hundruð viðburða fara fram um alla Evrópu á sama tíma. Viðburðirnir verða jafn fjölbreyttir og þeir verða margir og fara fram utandyra sem innandyra. Það verða viðburðir hjá íþróttafélögum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og skólar munu taka virkan þátt, enda eru möguleikarnir endalausir og allt spurning um hugmyndarflug. Stærð viðburða verður misjafnt og fjöldi þátttakenda einnig en aðal atriðið er að sníða sér stakk eftir vexti, byrja smátt og bæta frekar í á næsta ári. Hreyfivikan snýst um að allir finni sína uppáhalds hreyfingu og njóti sín. Markmiðið er að fá fleiri til að velja hreyfingu fram yfir kyrrsestu en lykilatriðið er að hafa gaman af sinni uppáhalds hreyfingu til að viðhalda virkum lífsstíl.

 • Hvað ætti ég að gera?

  1. Skáðu þig sem boðbera á www.hreyfivika.is
  2. Skráðu þinn viðburð.
  3. Skipuleggðu þinn viðburð.


  Skoðaðu í verkfærakistu hreyfivikunnar því þar er ýmislegt gagnlegt að finna til að kynna þinn viðburð.

Vertu í okkar liði

 • 6 117 Boðberi
 • 14 105 MOVE viðburðir
 • 3 444 930 Þátttakendur

Breytingar taka tíma en saman getum við skapað tækifæri fyrir alla til að hreyfa sig reglulega.

Ská mig sem boðberi hreyfingar - Ég vil stuðla að hreyfingu fólks

Ég vil stuðla að hreyfingu fólks