Monday May 25 2020

Þristar hlaupasprettsáskorun á Strava

Egilsstaðir, Egilsstaðir 700, Iceland Hildur Bergsdóttir Hildur Bergsdóttir
  • Hvar Egilsstaðir,
    Iceland
  • Viðburður byrjar

Þristur blæs til Sprettaáskorun (Segment) í Hreyfiviku. Til að vera með þarftu að ganga í hópinn „Þristur-hlaup“ á Strava. Einungis verða skoðaðir tímar þeirra sem eru í hópnum. Reglurnar eru einfaldar. 1. Þú gengur í hópinn Þristur – hlaup https://www.strava.com/clubs/thristur-hlaup 2. Þú hleypur sprettinn með Strava í gangi eins oft og þú vilt 3. Einungis er leyfilegt að hlaupa og engin aðstoð leyfinleg Vegleg verðlaun verða gefin fyrir bestu tímana í hverjum flokki ásamt útdráttarverðlaunum. Verðlaunin eru í samstarfi við Fljótsdalshérað og Þjónustusamfélagsins. Við hvetjum ykkur öll til að njóta þjónustunar í heimabyggð. Veitt eru verðlaun fyrir 19 ára og yngri og 20 ára og eldri í bæði kvenna og karla flokki ásamt útdráttarverðlaunum. Keppnin er hluti af stigakeppni Sprettáskorunar Þristar sem fram fer í sumar en áætlunin er að vera með sex spretti í sumar. Við tilkynnum reglulega hér undir viðburðnum hvaða sprettur verður fyrir valinu og verður hver sprettur opinn í viku. Besti tími spretts gefur 20 stig, næsti fær 18 og þriðji 16. Hvert sæti þar á eftir einu stigi minna niður í 1 stig. Haldið verður utan um stig hvers spretts og mun svo samanlagður stigafjöldi gilda sem heildarskor í áskoruninni og einn standa uppi, í hverjum flokki, stigahæstur sprett meistari Þristar 2020. Tvö auka stig fást ef viðkomandi nær að slá heildarmet sprettsins. Þá gildir sá sem á metið í lok viðkomadi keppni (Ef fleyri en einn slá metið) Endilega líkið við facebook síðu Þristar og hafið samband í gegnum hana ef eitthvað er óljóst. Keppendur eru á eigin ábyrgð, muna að þetta er upp á gamanið og farið varlega.