Fardagafossáskorun Þristar
Fardagafoss, Egilsstaðir 700, Iceland Hildur Bergsdóttir Hildur Bergsdóttir-
Hvar Egilsstaðir,
Iceland -
Viðburður byrjar
Hvað nærð þú mörgum ferðum upp að Fardagafossi í Hreyfivikunni? Við endurtökum leikinn frá í fyrra og efnum til Fardagafossáskorunar í Hreyfiviku. Þátttakendur ganga, skokka eða hlaupa upp að Fardagafossi og smella mynd af sér (sjálfu) sem sannar að þeir hafi farið alla leið. Þátttakendur pósta myndinni á Instagram og/eða Facebook undir myllumerkinu #fardagafoss2020 (muna að hafa myndina public). Allar myndirnar fara í pott og eiga þátttakendur kost á að vinna veglega vinninga frá þjónustuaðilum á Héraði. Því fleiri ferðir, því meiri möguleikar á vinningi. Fardagafoss er ein af Perlum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs - tryggið ykkur Perlukort og nælið ykkur í stimpil! Hreyfivika UMFÍ stendur yfir frá 25. -31. maí. Þristurinn stendur fyrir margvíslegum viðburðum í vikunni. Fylgist með á Facebook-síðu Þristar.