Monday May 25 2020

Þelamerkurskóli - brennibolti

Laugalandi, Þelamerkurskóli 601, Iceland Ragna Baldvinsdóttir Ragna
  • Hvar Þelamerkurskóli,
    Iceland
  • Viðburður byrjar

Við tökum þátt í brenniboltaáskorun - allur skólinn. Nemendur eru búnir að skrá sig, þeir sem vilja taka þátt. Þeim er síðan skipt upp í lið, 1.-6. bekkur annarsvegar og síðan 7.-10. bekkur hins vegar. Frímínútur verða nýttar í keppnir á milli liða, um 30 mínútur. Í lok vikunnar verður keppni á milli starfsfólks og 10. bekkjar. Þeir sem ekki vilja taka þátt þeir hvetja og veita stuðning á meðan. Starfsmenn eru líka með ef vantar leikmenn og úr þessu verður allsherjar brenniboltaskemmtun. Á hverjum morgni er gengin míla - nemendur og starfsfólk. Það kemur sér vel í hreyfivikunni líka. Góðgerðarfélagið sem við viljum styrkja er ADHD samtökin.