Monday May
27
2019
-
Hvar Ísland,
Iceland -
Viðburður byrjar
6:00
ÆTLAR ÞÚ AÐ SYNDA FYRIR ÞITT SVEITARFÉLAG? Þú ferð í sund, syndir þína metra og skráir þá svo í afgreiðslu sundlaugarinnar að sundferð lokinni! Við lok hvers dags í Hreyfivikunni sendir síðan starfsmaður sundlaugar upplýsingar um fjölda einstaklinga og synta metra til starfsmanns UMFÍ. Starfsmaður UMFÍ reiknar út stöðu hvers sveitarfélags fyrir sig á hverjum degi og birtir á samfélagsmiðlum UMFÍ yfir vikuna. Staða hvers sveitarfélags er reiknuð út með því að deila syntum metrum á fjölda íbúa eftir póstnúmerum. Stöður verða birtar á þriðjudeginum, fimmtudeginum og laugardeginum á miðlum Hreyfivikunnar. Keppni lýkur svo þegar að sundlaugum er skellt í lás á sunnudeginum! Góða skemmtun!