-
Hvað er Hreyfivika UMFÍ?
Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. #minhreyfing. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur.
-
Hvað er að vera boðberi hreyfingar?
Boðberi hreyfingar er fyrirmynd og hrífur fólk með sér í hreyfingu. Hann er jafnframt sá einstaklingur, það íþróttafélag, það sveitarfélag eða fyrirtæki sem skráir sig á hreyfivika.is og stendur fyrir viðburði. Viðburðir geta verið allskonar, vinaæfingar, frítt í sund, útileikir, gönguferðir, lengt hádegishlé með leikjum, fræðsla eða allt sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar. Allir geta skráð sig sem boðbera hreyfingar.
-
Þátttakendur
Með yfir milljón þátttakendur árið 2018 varð Hreyfivikan MOVE WEEK stærsta lýðheilsuherferð í Evrópu sem hefur það að markmiði að því að fjölga íbúum álfunnar sem hreyfa sig reglulega.