Monday May 28 2018

Fjölþætt heilsurækt 65+ í Reykjanesbæ

Norðurstíg 4, Reykjanesbær 260, Iceland Lára Janusdóttir Janus heilsuefling
  • Hvar Reykjanesbær,
    Iceland
  • Viðburður byrjar

Fjölþætt heilsurækt 65+ í Reykjanesbæ – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Janusar heilsueflingar og er liður í áherslu sveitarfélagsins að hvetja og efla íbúa bæjarins til hreyfingar og hollra lífshátta. Eitt af megin markmiðum þessa heilsueflingar- og rannsóknarverkefnis er að bjóða upp á fjölþætta heilsuræktarþjálfun í eitt og hálft ár, með áherslu á þol- og styrktarþjálfun auk fræðsluerinda um heilsu og velferð. Jafnframt er stefnt að því að kanna afkastagetu, daglega hreyfingu og hreyfifærni eldri aldurshópa í Hafnarfirði í upphafi verkefnisins og síðan á 6 mánaða fresti. Þá viku sem Hreyfivika UMFÍ stendur yfir þá er hópurinn í þolþjálfun í Reykjaneshöllinni á mánudögum og svo styrktarþjálfun þri-fös í Massa, íþróttamiðstöð Njarðvíkur.