Tuesday May 29 2018

Jóga í vatni í sundlauginni á Hólum

Hólar, Hjaltadal 551, Iceland Aqua Jóga Pálína Hildur Sigurðardóttir
  • Hvar Hjaltadal,
    Iceland
  • Viðburður byrjar
    20:00

Í tilefni af hreyfiviku UMFÍ, sem fer fram dagana 28. maí – 3. Júní, býð ég ykkur innilega velkomin á endurnærandi viðburð í sundlauginni á Hólum í Hjaltadal þriðjudaginn 29. Maí kl. 20 Við gerum aðlagaðar jógaæfingar að vatni, slökum á í flotbúnaði og hugleiðum í heitum potti í lok tímans. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu. Sundlaugin verður á bilinu 34-35 gráðu heit og kostar 3500,- kr inn. Innifalið í verðinu er aðgangur að lauginni, flotbúnaður sem er notaður í slökuninni og svalandi drykkur eftir tímann. Það er EKKI posi á staðnum. Vatnið er uppspretta hvíldar, vellíðanar og flæðis. Vertu velkomin heim að Hólum.