Thursday May 26 2016

Fjölnishlaupið

Dalhúsum 2, Reykjavik 112, Iceland Ungmennafélagið Fjölnir Sigurhansdottir Málfríður Sigurhansdóttir
  • Hvar Reykjavik,
    Iceland
  • Viðburður byrjar
    19:00

Nú líður senn að hinu árlega Fjölnishlaupi sem er einn af elstu íþróttaviðburðum hverfisins, en þetta er í 28. sinn sem hlaupið er haldið. Hlaupið verður ræst fimmtudaginn 26. maí kl 19:00 við Grafarvogslaug. Frjálsíþróttadeild Fjölnis heldur hlaupið með dyggri aðstoð Hlaupahóps Fjölnis sem nú er orðinn hluti af starfsemi deildarinnar. Keppt verður í tveimur vegalengdum 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Í ár verður hlaupaleiðinni í 10 km hlaupinu breytt lítillega frá því sem hún hefur verið undanfarin ár og hlaupið verður um nýju brýrnar yfir Geirsnefið. Á myndinni má sjá kort af hlaupaleiðunum. Lengi vel gekk hlaupið undir nafninu 1. maí hlaup Fjölnis, en árið 2009 fór það inn í sumarhlauparöð Powerade þar sem fimm hlaup á vegum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík og Reykjavíkurmaraþons telja til stiga. Var þá hlaupið flutt til seinni hluta maí þannig að hlaupin fimm í hlauparöðinni eru á um eins mánaðar fresti yfir sumartímann. Sjá nánar á heimasíðu hlaupanna: http://marathon.is/powerade Boðið er upp á tvær vegalegndir í hlaupinu; 1,4 km skemmtiskokk fyrir yngri aldurshópa og fjölskyldur og 10 km hlaupaleið sem telur til stiga í Powerade hlauparöðinni. Flögutímataka verður í 10 km hlaupinu, en hlaupaleiðin er mjög flöt nema á upphafs- og lokakílómetra og hefur reynst vænleg til bætinga. Brautin er löglega mæld og því eru met sem kunna að falla á brautinni tekin gild í afrekaskrá FRÍ. Þátttökugjald fyrir 10 km er 2.000 kr í forskráningu á hlaup.is til miðnættis 25. maí en 2.500 kr ef skráð er samdægurs á staðnum. Skemmtiskokkið kostar 1.000 kr á mann og hámark 3.000 kr fyrir fjölskyldu (4 og fleiri). Ekki er hægt að forskrá sig í skemmtiskokkið. Afhending gagna og skráning á staðnum verður kl. 17:00-18:45 í anddyri Grafarvogslaugar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum. Hægt er að skrá sig hér. Verðlaunagripir verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin í 10 km hlaupi og 1. sæti í skemmtiskokki hjá báðum kynjum auk þess sem veglegir farandbikarar eru fyrir 1. sæti karla og kvenna í 10 km hlaupi. Verðlaunapeningar eru veittir fyrir 1. sæti í öllum aldursflokkum í báðum vegalengdum og þátttökupeningar eru í skemmtiskokki. Útdráttarverðlaun verða dregin út eftir hlaup. Powerade drykkir verða í boði Vífilfells við 5 km snúningspunkt og í markinu. Frítt er í sund eftir hlaupið. Aldursflokkar í hlaupunum eru: 10 km hlaup: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Skemmtiskokk: 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15 ára og eldri. Frjálsíþróttadeildin hvetur alla til að koma og taka þátt í hlaupinu og hefur verið gaman að sjá afrekshlaupara jafnt sem frístundaskokkara taka þátt og hafa gaman af. 10 km hlaupaleiðin hefur reynst einkar vel til bætinga. Í skemmtiskokkinu er ávallt góð stemmning og er það sérstaklega vel til fallið fyrir yngri hlaupara. Einnig er gaman fyrir æfingahópa í Fjölni að brjóta upp starfið með þátttöku í hlaupinu og fyrir fjölskyldur í Grafarvogi að taka þátt.