Sunday May 29 2016

Brokk og skokk

Þjórsárver, Flóahreppur 801, Iceland gudmunda89@gmail.com gudmunda89@gmail.com
  • Hvar Flóahreppur,
    Iceland
  • Viðburður byrjar
    14:00

Ungmennafélagið Þjótandi ætlar að halda keppni í "Brokk og skokk" á sveitahátíðinni Fjör í Flóa. Keppnin fer fram á bökkum Þjórsár neðan við Þjórsárver. Mæting á bílastæðið við Þjórsárver. Brokk og skokk er liðakeppni þar sem hvert lið skipa tveir einstaklingar ásamt einum hesti. Annar liðsmaðurinn hleypur en hinn situr á hestinum. Á leiðinni skiptast síðan keppendur á að hlaupa og sitja hestinn. Keppt verður í tveimur flokkum, annarsvegar Fjölskylduhring og hinsvegar Íþróttahring. Í íþróttahringnum sem er 6 km að lengd eru allir ræstir á sama tíma. Á leiðinni eru fimm skiptistöðvar og skipta verður um knapa á hestinum á að minnsta kosti fjórum þeirra. Það lið sem er fyrst í mark, bæði hlaupandi og ríðandi maður vinnur. Í fjölskylduhringnum sem er 2 km að lengd eru engar skiptistöðvar og heimilt er að teyma börn undir 8 ára aldri alla leiðina. Séu börn komin yfir 8 ára aldurinn verður að skipta allavega einusinni um knapa. Það má gera hvernær og hvar sem er í brautinni. Skráningar í keppnina fara fram í síma 867-3538 eða á facebook síðu Umf. Þjótanda.