Fjölskylduganga UÍA og UMF Þristar á Laugarfell, fjall UÍA 2015
Laugafell, Fljótsdalur 701, Iceland Hildur Bergsdóttir UÍA-
Hvar Fljótsdalur,
Iceland -
Viðburður byrjar
11:00
Gengið verður frá Highland Hostel Laugarfelli og langt af staðn kl 11. Þaðan er stikuð gönguleið upp á Laugarfellið og er hún um sex til sjö km að lengd. Þetta er þæginleg gönguleið og þegar skyggni er gott er útsýni yfir jökulinn, Herðubreið og Snæfellið er mjög fallegt þaðan. Leiðin er hringur og er Laugarfellið þverað. Byrjað er að ganga austan megin við brúnna yfir Laugaránna og gengið er að Slæðufossi og þaðan er gengið upp á Laugarfellið. Þaðan er gengið niður af því sunnan megin og liggur leiðin að yfirlitsmynd sem Landsvirkjun gerði en þetta er panorama mynd með nöfnum staða sem sjást frá henni. Þaðan er gengið að Vind refnum sem er skúlptúr og er svipað og vindhreindýrið sem er hjá afleggjaranum að Laugarfelli. Þaðan er gengið aftur að Slæðufossi en farið er fyrir neðan Laugarfell. Á eftir er upplagt að skella sér í laugarnar.