Friday Oct 03 2014

Loftfimleikar - Opinn tími

Smiðjuvegur 72, Kópavogur 200, Iceland Sólveig Steinunn Pálsdóttir Pole Sport heilsurækt
  • Hvar Kópavogur,
    Iceland
  • Viðburður byrjar
    17:00

Opið hús fyrir alla sem vilja prófa loftfimleika undir leiðsögn þjálfara.

Til að stunda hreyfingu reglulega er mikilvægt að hafa gaman af henni. Finndu þinn innri sirkusapa og komdu til okkar á föstudaginn til að prófa þetta skemmtilega nýja æfingaform.

Súlufimi, loftfimleikahringir, silkiborðar og margt fleira fyrir þá sem þora. Ekkert aldurstakmark, allir velkomnir.

Í lok tímans mun Sól Stefánsdóttir, sem vann til silfurs á European Pole Sport championsship, sýna keppnisatriðið sitt sem færði henni 2.sætið í Unglingaflokki á þessu flotta móti, ekki láta það framhjá þér fara.